Gestaherbergið verður á sínum stað í dag klukkan 17 til 19 á FM Trölla og trolli.is


Palli og Helga stjórna þættinum og eins og venjulega verða þau með þema.
Þema þáttarins að þessu sinni eru lög eða flytjendur sem heita eftir ávöxtum.
Ávextir eru hollir og góðir og hvetja þau lesendur og hlustendur til að borða ávexti á hverjum deg.

Einnig munu þau kíkja aðeins aftur í fortíðina og lesa upp eldgamlar fréttir, sem og nýrri, kíkja pínu á fréttasíðuna trölli.is og spila að sjálfsögðu önnur lög og óskalögin ykkar líka. Sem sagt ekki bara ávaxtalög.

Hægt er að hlusta á FM Trölla á tíðninni 103,7 á hlustendasvæði stöðvarinnar og einnig út um mest allan heim á vefspilara stöðvarinnar, trolli.is