Silvíukaka

  • 2 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl vatn
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft

Glassúr

  • 75 gr smjör
  • 1 dl sykur (eða flórsykur)
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1 eggjarauða
  • kókosmjöl

Hitið ofninn í 175°. Hrærið egg og sykur saman þar til létt og ljóst. Bætið vatninu saman við og hrærið snögglega. Bætið hveiti og lyftidufti út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Setjið deigið í smurt bökunarform og bakið í ca 30 mínútur.

Á meðan kakan er í ofninum er glassúrinn gerður. Bræðið smjörið í litlum potti við vægan hita og hrærið sykri, vanillusykri og eggjarauðu saman við.

Þegar kakan er tilbúin er glassúrinn breiddur yfir kökuna og kókosmjöli stráð yfir.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit