Karen Ósk og Birgir sameina sína krafta og gefa út lag lagið Svífum.

Fallegar laglínur og grípandi texti einkennir lagið og svo má segja að raddirnar tvær blandast einstaklega vel saman. Lagið samdi Birgir ásamt Andra Þór Jónssyni og Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, en Ásgeir sá einnig um upptökustjórn lagsins.

Lagið er hluti af fimm laga EP plötu.

Síðasta lag plötunnar er ábreiða af laginu Trúir þú á engla eftir Bubba Morthens.

Lagalisti:

1. Allt svo hljótt       

2. Svífum

3. Allt sem ég þarf

4. Haustið    

5. Trúir þú á engla (Cover)   

Platan á Spotify