Á heimasíðu Húnaþings vestra hefur nú verið opnuð rafræn íbúagátt.  Þar er hægt að nálgast útgefna reikninga frá sveitarfélaginu.

Einnig er hægt að skrá sig inn á svæði hitaveitunnar þar sem nálgast má allar helstu upplýsingar eins og notkun, álestra, hreyfingayfirlit, reikninga og viðskiptastöðu. 

Notendur skrá sig inn á íbúagáttina með íslykli. 

Með þessari þjónustu mun Húnaþing vestra hætta útprentun hitaveitureikninga.  Þeir einstaklingar sem vilja áfram fá senda útprentaða reikninga geta óskað eftir því með að senda póst á netfangið helena@hunathing.is

Með þessu er sveitarfélagið að auka þjónustu  við íbúa sveitarfélagsins og stuðla að umhverfisvænum rekstri.