Enn er Ellertsson kominn á kreik með nýtt efni.

Fast Train með Ellertsson er blúsrokkferðalag sem kemur okkur af stað með sínum þunga takti og seiðandi bassagangi. Gítarar leika sér á grunni klassískra riffa, hrynfast og melódískt í senn. Kraftmikill blástur hrárrar munnhörpunnar og flaut lestarinnar sem nálgast hratt gefa fyrirheit um ferðalagið sem í vændum er.

Nú er um að gera að hoppa um borð og láta sig dreyma meðan lestin brunar áfram á vit nýrra ævintýra.

Fast train kemur út sem smáskífa föstudaginn 28. júní 2024 á streymisveitunum, Spotify, iTunes, YouTube, Shazam, Napster og öllum hinum. 

Lagið er nú þegar í spilun á FM Trölla – með góðfúslegu leyfi viðkomandi.

Flutningur: Ellertsson
Ellertsson: Söngur, gítarar, bassi,

Sigurður Sigurðsson: Trommur, munnharpa, raddir, hljóðupptaka, hljóðblöndun.