Hindberjakaka 

  • 2 egg
  • 3 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 100 g smjör, brætt
  • 2-3 dl hindber, fersk eða frosin

Hitið ofninn í 180°. Hrærið egg og sykur ljóst og létt. Bætið hveiti og bræddu smjöri saman við og hrærið blöndunni varlega saman í deig. Setjið deigið í smelluform (23-24 cm) sem hefur verið smurt eða klætt með bökunarpappír. Setjið hindberin yfir deigið og stráið smá sykri yfir. Bakið í miðjum ofni í 45 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit