Fyrri Ævintýravika Ungmennafélagsins Glóa í sumar er fyrir börn fædd 2015 – 2017 og er á Siglufirði dagana 24. – 28. júní. Seinni vikan verður í júlí fyrir árganga 2016 – 2018.

Dagskrá er frá kl. 10 – 12 þessa daga og taka börnin þátt í ýmsum spennandi ævintýrum, má t.d. nefna, leiki og þrautir, fjöruferð, safnaferð, skógarferð o.fl. Mæting er við ærslabelginn á Blöndalslóð á hverjum morgni kl. 10.00. Munið að hafa börnin klædd eftir veðri og með smá nesti með sér hvern dag.

Þátttökugjald er 5.000 kr. fyrir vikuna, hægt er að nota frístundaávísanir, greiða beint inn á reikning félagsins, reikn: 0348-26-001314 kt. 490695-3389, eða greiða umsjónarmanni fyrsta dag vikunnar.

Umsjónarmaður er Þórarinn Hannesson íþróttakennari og

skráning er með skilaboðum hér á síðunni. Gefið upp nafn og kennitölu barns. Vakin er athygli á því að börn sem eru í heimsókn í Fjallabyggð geta einnig tekið þátt.

Mynd/Umf Glói