Byggðarráð samþykkti úthlutun úr atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra fyrir árið 2024 á 1216. fundi sínum sem fram fór þann 19. júní sl. Alls bárust fjórar umsóknir í sjóðinn. Samtals var óskað eftir kr. 5.519.500. Til úthlutunar voru 2 milljónir.

Eftirtalin verkefni hljóta styrk að þessu sinni:

Framhugsun ehf. til verkefnisins Rabarbaron, framleiðslu á rabarbara innanhúss sem eykur verðmæti hans, kr. 1.000.000.
Selasetur Íslands til gerðar fýsileikakönnunar á ævintýra- og afþreyingarferðaþjónustu á Hvammstanga með áherslu á selinn, kr. 500.000.
Skógarplöntur ehf. vegna skógarplöntuframleiðslu á Laugarbakka, undirbúnings og kynningar verkefnisins, kr. 500.000.

Styrkhöfum er óskað til hamingju með styrkina og góðs gengis við vinnslu verkefnanna. 

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra var stofnaður árið 2014. Frá upphafi hafa 32 verkefni hlotið styrk, samtals að fjárhæð um 20 milljónir króna. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.

Úthlutað er úr sjóðnum einu sinni á ári.

Nánari upplýsingar.