Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílum ehf  um að innkalla þurfi 275 Suzuki Grand Vitara af árgerð 1998 til 1999.

Ástæða innköllunarinnar er að mögulega getur líknarpúði fyrir bílstjóra verið gallaður sem gæti orsakað það að dreifing hans væri ófullnægjandi þegar hann verður virkur.

Af þeirri ástæðu hefur Suzuki Motor Corporation ákveðið að innkalla þessa bíla og óskar eftir því að eigendur þeirra geri fyrirbyggjandi aðgerðir vegna mögulegs galla í líknarpúða með því að láta skipta um hann.

Viðkomandi bifreiðaeigendum verður tilkynnt um innköllunina  bréfleiðis. 

Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa.

Heimild: neytendastofa.is