Menningarstyrkir Fjallabyggðar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 6. febrúar síðastliðinn.

Fjallabyggð hefur kynnt þau verkefni sem hlutu styrki og mun Trölli.is birta fréttir af þeim verkefnum á næstunni.

Að þessu sinni kynnum við umsókn Fjallasala Sigurhæða ses í Ólafsfirði.

Styrkur er veittur til listsýninga í Pálshúsi.

Í Pálshúsi verður opnuð myndlistarsýning Árna Rúnars Sverrissonar og mun hún standa frá opnun Pálshúss þann 1. júní – 20. júlí.

Þá munu Sigtryggur B. Baldvinsson og Tinna Gunnarsdóttir sýna verk sín og mun þau opna þegar efri hæð hússins verður tekin í notkun þann 1. ágúst
nk. um leið og Berjadagar hefast og haldið verður upp á 75 ára afmæli Ólafsfjarðar

Í september/október er fyrirhugað að fá listamann af Norðurlandi Joris Readymaker. Í desember er svo hin landsþekkta Jólasveinasýning.

Styrkupphæð 200.000 kr. –