Magnús Jón Magnússon kemur í Höllina á Ólafsfirði í dag laugardaginn 20.apríl og töfrar fram sushi hlaðborð.

Hið svo kallaða “Sushikvöld” Hallarinnar hefur notið mikilla vinsælda. Fyrirkomulagið er einfalt; þú kaupir þér ákveðin bitafjölda og getur valið það sem þú vilt af borðinu.

Einnig er mögulegt að kaupa sushi til að taka með. Þar er sama kerfi. Ákveðin bitafjöldi sem þú raðar ofan í box.

Magnús hefur lengi starfað í sushibransanum og reynir hann ávalt að bjóða upp á bestu grjónin og brakandi ferskan fisk. Fjölbreytnin er einnig mikilvæg og leitast Magnús eftir því að nota sem flestar tegundir af sushi í bland við: Tempura (fljótandi deig), Tataki (létt grillað kjöt), Sashimi (ferskur, hrár fiskur), allskonar ebi (rækjur) og Yaki (eldað kjöt/fiskur. Yfirleitt á spjóti).

Veislan verður með sama fyrirkomulagi og síðustu skipti: Þú kaupir ákveðin bita fjölda og við fyllum hlaðborðið af sushi – Bitafjölda. 10 (1950 kr), 14 (2550 kr), 18 (2990 kr), 20 (3310 kr), 30 bitar (4800 kr). Eftirréttur og kaffi er hluti af borðinu.

Endilega pantið borð í síma 466-4000 /663-6886 eða hjá Hildi á Facebook.


Dagskrá Hallarinnar yfir páskana.

Laugardagurinn 17:00 – 21:00 
Sushihlaðborð með Magnúsi Jóni 🍣 Borðapantanir í síma 466-4000
Barinn 22:00 – 03:00 Hákon og Heimir hefja lætin 23:00 og spila allra heitustu slagarana 😎 Frítt inn 😱
Páskadagur 17:00 – 21:00
Annar í páskum LOKAÐ !

Endilega pantið borð í síma 466-4000 /663-6886 Eða hjá Hildi á Facebook.

Nánari upplýsingar um viðburði er að finna á facebook síðu Hallarinnar.