Nýlega var rafrænn aðalfundur Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar haldinn, sjá eldri frétt.

Fyrir fundinn höfðu þrír stjórnarmenn tilkynnt að þeir vildu hætta í stjórn félagsins. Á fundinn mætti aðeins einn félagi auk stjórnarmanna.

Stjórnin lagði til að félagið yrði lagt niður, þar sem mæting á aðalfund gaf ekki tækifæri til að ný stjórn tæki við.

Klúbburinn var með facebook síðu með allnokkrum myndum og var ákveðið að breyta nafni síðunnar og heitir hún nú Ljósmyndasíða Fjallabyggðar.

Samkvæmt samþykktum félagsins skal Grunnskóli Fjallabyggðar fá eignir félagsins við slit þess.

Í gær tók Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri Grunnskólans við gjafabréfi frá ljósmyndaklúbbnum þar sem fram kemur að gjöfin er ætluð til að efla áhuga nemenda skólans á ljósmyndun.

Myndin var tekin þegar stjórn Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar afhenti gjafabréfið.

Á myndinni eru frá vinstri: Halldóra Salbjörg Björgvinsdóttir gjaldkeri, Erla Gunnlaugsdóttir skólastjóri, Gunnar Smári Helgason ritari og Kristín Sigurjónsdóttir formaður.