Vegna fjölgunar smita í samfélaginu eru skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslustöðva HSN beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar.

Ef þú ert með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til Covid-19 er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu.

Þeir sem leita til heilsugæslu eru hvattir til að koma án fylgdarmanns nema nauðsyn krefji og aðeins einn fylgdarmaður komi með barni.

Ættingjar sem heimsækja aðstandendur á hjúkrunar- og sjúkradeildum eru beðnir um að vera með grímu á leið sinni að og frá vistarveru íbúa/sjúklings. 

Virðum fjarlægðarmörk og hugum að eigin hreinlæti, handþvotti og sprittun.