Aðalfundur Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 1. september kl. 19:30.

Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að halda fjarfund. Slóðin á fjarfundinn er: https://meet.jit.si/ljosfjall-2020

Þrír af þeim sem setið hafa í stjórn undanfarin ár hafa ákveðið að stíga til hliðar og óska eftir áhugasömum aðilum til að taka við keflinu.

Dagskrá aðalfundarins samkvæmt samþykktum:

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
  2. Ávarp formanns og skýrsla stjórnar
  3. Reikningar lagðir fram af gjaldkera
  4. Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga.
  5. Reikningar bornir undir atkvæði
  6. Lagabreytingar
  7. Stjórnarkjör
  8. Önnur mál.

Núverandi stjórn:

Kristín Sigurjónsdóttir, formaður. (hættir)
Halldóra S. Björgvinsdóttir, gjaldkeri. (hættir)
Gunnar Smári Helgason, ritari. (hættir)
Lára Stefánsdóttir, varamaður.
Kristján Friðriksson, varamaður.


Mynd/Mikael Sigurðsson