Huni.is greindi frá því að Ólafur Bernódusson, kennari og fréttaritari Morgunblaðsins á Skagaströnd hefur fundið tvær blómjurtir á Spákonufellshöfða sem ekki hafa sést þar áður en þær eru aronsvöndur og bláklukka.

Í Morgunblaðinu á fimmtudaginn er rætt við Ólaf en hann kenndi í áratugi líffræði við Höfðaskóla og ræddi gjarnan við nemendur sína um gróður jarðar.

Aronsvöndur hefur ekki sést áður á Skagaströnd, að því er Ólafur best veit. „Ég læt mér detta í hug að hér hafi einhver komið hér og sett sprota í jörð. Auðvitað getur líka verið að fuglar hafi borið með sér fræið, en mér finnst sú tilgáta þó fremur ósennileg,“ segir Ólafur. Á landsvísu er aronsvöndur fremur sjaldséður, en þó nokkuð algengur við Mývatn og því er stundum talað um Mývatnsdrottninguna.

Mynd af ahb.is
Sjá nánar á huni.is