Í morgun birtist viðtal í mbl.is við Andra Hrannar Einarsson um lífið, tilveruna og útvarpsþáttinn Undralandið á FM Trölla sem hann sendir beint út frá Kanarí.

Lottóvinn­ing­ur gerði lífið á Kanarí betra

Sigl­f­irðing­ur­inn Andri Hrann­ar Ein­ars­son elur mann­inn á Gran Can­aria yfir köld­ustu mánuðina. Andri Hrann­ar, sem held­ur úti út­varpsþætt­in­um Undra­land­inu á FM Trölla frá Kanarí, kann vel við hit­ann og hæga­gang­inn á spænsku eyj­unni. 

„Ég starfaði við alls kyns verka­manna­vinnu fram und­ir tví­tugt en síðan fékk ég góðkynja æxli við mæn­una sem náðist í burtu með aðgerð en lík­am­inn fór illa við löm­un­ina sem þessu fylgdi og ég hef verið ör­yrki síðan þá,“ seg­ir Andri Hrann­ar sem líður bet­ur sól­inni og hit­an­um. Er það ein af ástæðum þess að hann kýs að dvelja í hit­an­um yfir vetr­ar­mánuðina. 

„Lífið á Kanarí er mjög ljúft og fer vel með skrokk­inn. Þegar ég vakna stekk ég í stutt­bux­ur og bol, helli upp á kaffi og sest með boll­ann út á ver­önd­ina, nokkuð sem ég geri ekki í kuld­an­um á Íslandi.“

Andri Hrann­ar vann stóra vinn­ing­inn í lottó­inu í fyrra en seg­ir það ekki hafa gert það að verk­um að hann flutti út. Hann er bú­inn að búa af og til á Kanarí síðan árið 2012. Lottóvinn­ing­ur­inn hef­ur þó komið að góðum not­um. 

„Vissu­lega létti það á hjá mér að geta verið úti yfir vet­ur­inn. De­bet­kort­inu mínu líður mun bet­ur eft­ir vinn­ing­inn en það eru mjög kröpp kjör sem ör­yrkj­um er út­hlutað og ómögu­legt að lifa sóma­sam­legu lífi á ör­orku­bót­um.“

Andri Hrannar í íbúð sinni á Gran Canaria


Hef­ur þú hugsað um að koma heim vegna kór­ónu­veirunn­ar? 

„Vissu­lega hef­ur Covid haft mik­il áhrif á dag­legt líf hérna sem og ann­ars staðar. Það var út­göngu­bann í rúma tvo mánuði hérna í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins og það var ákaf­lega sér­stök reynsla. Ég mátti ein­göngu fara út til að ná í helstu nauðsynj­ar og þurfti að hafa kvitt­an­ir úr mat­vöru­búðinni til að geta sannað að ég hefði verið að kaupa það sem ég var með í pok­an­um. Ég fékk kvöld­mat­inn í heimsend­ingu. Ég beið inni í and­dyr­inu þangað til bíll­inn kom með mat­inn og skaust þá út til að sækja hann. Eitt skiptið fór ég fyrr út og var að horfa á mann­laus­ar göt­urn­ar þegar bíll kom, í hon­um voru tveir her­menn sem ráku mig inn. Nokkuð sem litli Íslend­ing­ur­inn hafði aldrei upp­lifað áður.“

Eitt af því sem Andri Hrann­ar ger­ir á Kanarí er að halda úti út­varpsþætti á sigl­firsku út­varps­stöðinni FM Trölla.

„Ég hef verið með út­varpsþátt annað slagið á FM Trölla í nokk­ur ár. Þetta er hobbí og er meira svona til að hafa eitt­hvað til að drepa tím­ann. FM Trölli er lít­il út­varps­stöð frá Sigló og hef­ur verið starf­rækt í rúm tíu ár. Það er mis­mun­andi hvað marg­ir þætt­ir hafa verið í loft­inu á hverj­um tíma. Í dag eru fjöl­marg­ir þætt­ir send­ir út og Undralandið er einn af þeim. Ég er í loft­inu þriðju­daga, miðviku­daga og fimmtu­daga frá klukk­an eitt til fjög­ur.“

Ljónheppin Andri


Andri Hrann­ar var á Íslandi í sum­ar en fór aft­ur út áður en far­ald­ur­inn fór á flug aft­ur. Það var grímu­skylda í nokkr­ar vik­ur en hann seg­ir stöðuna nokkuð góða núna. 

„Það eru mjög fáir ferðamenn á Kanarí núna og staðan í þeim mál­um er ekki góð. Það verða vafa­laust marg­ir veit­ingastaðir, bar­ir og versl­an­ir sem ná ekki að opna aft­ur. Eins og staðan er núna er ekki auðvelt að finna flug heim og í augna­blik­inu er ekki á plan­inu að koma heim fyrr en aðstæður lag­ast.“

Kem­ur fyr­ir að þú sakn­ir heima­hag­anna?

„Það er klár­lega fjöl­skyld­an sem ég sakna, for­eldr­ar, systkini og ég á tvö börn, Víbekku Sól og Dag Sólon, ég sakna þeirra mest. Við not­um tækn­ina og spjöll­um sam­an eins oft og við get­um um allt milli him­ins og jarðar. Þau sam­töl eru ómet­an­leg og næra sál­ina.“ segir Andri í vítali sínu við mbl.is.