Það vakti athygli fréttaritara á dögunum hvað var mikið um framkvæmdir í Fjallabyggð. Bæði er um að ræða einstaklinga sem eru að endurbæta húseignir sínar og bæjarfélagið sem hefur verið í framkvæmdum við Grunnskóla Fjallabyggðar, leikskólann á Siglufirði og Ráðhúsið.

 

Ráðhúsið á Siglufirði undirbúið fyrir málningu

 

Ráðhúsið nýmálað

 

Nýverið lauk viðgerðum á gamla sjómannaheimilinu sem nú hýsir tónlistaskólann og Fiskbúð Fjallabyggðar, er húsið mikil bæjarprýði eftir endurbæturnar

 

Miklar framkvæmdir á lóð leikskólans á Siglufirði

 

Verið er að breyta lóðinni ofan við leikskólann á Siglufirði

 

Það er verktakinn Sölvi Sölvason og starfsmenn hans sem framkvæma verkið

 

Nýlega luku Sölvi Sölvason og co við endurbætur á lóð grunnskólans í Ólafsfirði

 

Búið að endurbæta og gera fínt í kringum skólann

 

Allt unnið eftir nákvæmum teikningum sem Landslag ehf, landslagsarkitektar FÍLA hafa unnið

 

Verið er að endurbæta lóð og leiksvæði barna við grunnskólann á Siglufirði

 

Gamla pósthúsið á Siglufirði fær líka andlitslyftingu

 

Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir