Það er alltaf gaman þegar vel gengur, í síðustu viku var Trölli.is með yfir 2000 flettingar á dag og yfir 35.000 flettingar það sem af er júlí og fór upp um fjögur sæti þessa vikuna í samræmdri vefmælingu Modernus.

Þetta væri ekki hægt nema með dyggum stuðningi lesenda, einnig eru vefmyndavélarnar okkar mjög vinsælar og hefur nýja vélin á Siglufirði mælst sérstaklega vel fyrir.

Ef þið vitið um áhugavert efni fyrir Trölla.is, endilega sendið okkur tölvupóst á trolli@trolli.is og við förum í málið.

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir