Lögreglan í Norðurlandi eystra og vestra hefur staðið í ströngu undanfarna viku.

Má þar á meðal telja byssumanninn sem var handtekinn á Svalbarðseyri eftir að hafa ógnað þar fólki með pinnabyssu,hann hefur verið leiddur fyrir dómara í.  Maðurinn var á reynslulausn þegar þetta mál kom upp og hefur dómari við Héraðsdóm Norðurlands eystra nú úrskurðað að hann skuli færður á ný í fangelsi til að afplána eftirstöðvar dóms síns. Rannsókn málsins er langt komin.

Á facebooksíðu lögreglunnar í dag má finna ánægjulega færslu “Yndislegt þegar fólk finnur muni eða veski með jafnvel miklum peningaupphæðum og kemur til skila og lögreglu tekst að hafa uppi á eiganda hins fundna/tapaða fé. Þannig var á Húsavík um kaffileytið í dag… veski með kr 40 þús. komst í réttar hendur. Takk samviskusami góðborgari”

Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

 

Mikið annríki hefur einnig verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í vikunni og hafa umferðarmál komið mikið við sögu. 152 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur síðastliðna viku og var sá hraðasti mældur á hraðanum 162 km/klst. á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Í gær var sérstakur umferðareftirlitsdagur hjá hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra og voru fjórar lögreglubifreiðar við hraðaeftirlit samtímis á þjóðvegum umdæmisins og voru 45 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í gær. Sá hraðasti mældist á 138 km/klst. á þjóðvegi 1, í Blönduhlíð, þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

Lögreglan á norðurlandi vestra mun halda áfram að sinna eftirliti á vegum umdæmisins og skorar á ökumenn að virða þær umferðarreglur sem gilda á vegum landsins.

 

Samantekt: Kristín Sigurjónsdóttir