Menningarstyrkir Fjallabyggðar voru afhentir við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 6. febrúar síðastliðinn.

Fjallabyggð hefur kynnt þau verkefni sem hlutu styrki og mun Trölli.is birta fréttir af þeim verkefnum á næstunni.

Við byrjum á að kynna verkefni Aðalheiðar Sigríðar Eysteinsdóttur sem hún hlaut styrk fyrir.

Aðalheiður vinnur nú að því að koma upp ævintýralegum skúlptúrgarði sem byggir á gömlum íslenskum hefðum, handverki og þjóðsögum í bland við lifnaðarhætti dagsins í dag. Garði þar sem gestir og heimamenn geta fundið athvarf fyrir hugmyndaflug og einveru en einnig notið samvista við listaverk og aðra gesti.

Garðurinn verður afmarkaður með runnum og veggjum, gengið inn að vestan og verður opinn almenningi daglega frá kl. 10:00 til kl. 22:00.

Styrkupphæð kr. 200.000