Amerískar pönnukökur (uppskrift fyrir 4)

  • 3/4 bolli mjólk
  • 2 msk hvítvínsedik
  • 1 bolli hveiti
  • 2 msk sykur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk matarsódi
  • 1/2 tsk salt
  • 1 egg
  • 2 msk brætt smjör
  • 1 tsk vanilludropar

Blandið mjólk og hvítvínsediki saman í skál og látið standa í 10 mínútur. Hafið engar áhyggjur af hvítvínsedikinu, þið eigið ekki eftir að finna bragð af því.

Blandið þurrefnum saman í skál. Blandið mjókur/ediksblöndunni, eggjum og smjöri saman í annarri skál og hrærið blöndunni síðan saman við þurrefnin. Hrærið þar til blandan er að mestu laus við kekkji en passið að ofhræra ekki deigið.

Látið deigið standa í 10 mínútur (ath. að það er þykkt, ekki þynna það). Eftir 10 mínútur verða komnar bólur í deigið, ekki hræra í því. Takið varlega ca 1/4 bolla af deigið og setjið á heita pönnu sem hefur verið brætt smá smjör á. Steikið þar til loftbólur myndast  og snúið pönnukökunni þá við og steikið á hinni hliðinni.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit