Björgunarskipið Sigurvin var kallað til aðstoðar vegna vélsleðaslyss í Þorgeirsfirði á föstudaginn. Auk áhafnar fór með skipinu sjúkraflutningamaður frá HSN Siglufirði.

Björgunarsveitar og sjúkraflutningamenn frá Eyjafirði voru einnig sendir landleiðina og þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig boðuð á vettvang.

Siglingin austur tók um 40 mínútur og kom Sigurvin á slysstað um sama leiti og þyrla var að lenda á vettvangi. Skömmu áður höfðu björgunaraðilar komist landleiðina að slysstað og hlúðu að hinum slasaða.

Var fjarskiptabúnaður í Sigurvin notaður til að tengja fjarskipti milli þyrlusveitar og aðila á vettvangi en hinn slasaði var síðan fluttur með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Myndir/Björgunarsveitin Strákar