Húnaþing vestra auglýsir eftir aðila, félagasamtökum eða einstaklingum sem er reiðubúinn að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd hátíðarhalda á Hvammstanga á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2022

Áhugasamir skili umsóknum þar um til Tönju Ennigarð íþrótta- og tómstundafulltrúa tanja@hunathing.is eða skrifstofu Húnaþings vestra fyrir 31.mars nk.

Í umsókn komi fram hugmyndir umsækjanda um dagskrá og annað er lítur að framkvæmd hátíðarhaldanna.

Mynd/ Guðmundur Jónson