Gulleggið fer nú fram rafrænt sem auðveldar þátttöku frumkvöðla á landsbyggðinni. Skráningarfrestur er til 3. september.

Gulleggið, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, er tilvalinn vettvangur fyrir frumkvöðla og aðra hugmyndasmiði sem eru að stíga sín fyrstu skref og vilja fá aðstoð við að móta hugmyndir sínar og koma þeim í framkvæmd.

Þátttaka í Gullegginu veitir frumkvöðlum einnig fjölmörg tækifæri til að efla tengslanetið og koma hugmyndum sínum á framfæri.

Sigurvegari keppninnar hlýtur að launum 1.000.000 kr. í peningaverðlaun auk þess sem hægt er að vinna til fjölda aukaverðlauna.

Þátttaka í Gullegginu er skemmtileg og krefjandi áskorun fyrir unga frumkvöðla. Sú reynsla og þekking sem skapast hefur nýst vel þegar út í atvinnulífið er komið.

Myndir/gulleggid.is