Vott hefur verið á íbúum Norðurlands í sumar og norðanáttir ríkjandi.

Eins og sagt er oft á tíðum “það rignir aldrei svo mikið að ekki styttir upp að lokum”.

Í gær sá loksins til sólar og fór Siglfirðingurinn knái, Vilmundur Ægir Eðvarðsson í sinn daglega göngutúr um bæinn. Hann gekk víða um bæinn og smellti af myndum, enda dagurinn einstaklega fallegur og allir í sólskins skapi.

Myndir/Vilmundur Ægir Eðvarðsson