Birta Þórhallsdóttir og Sigurvald Ívar Helgason

Nú fer að hefja göngu sína á ný, eftir nokkurt hlé á FM Trölla, þátturinn Síld og fiskur. Þátturinn verður sendur út beint frá hljóðveri FM Trölla á Hvammstanga alla sunnudaga frá kl. 20:00 – 22:00.

Stjórnendur þáttarins eru hjónaefnin,Birta Þórhallsdóttir og Sigurvald Ívar Helgason, en þau eru þekkt fyrir mikið og vandað menningarstarf í Húnaþingi vestra og víðar.

Þátturinn er sendur út beint frá Holt -menningarsetur -Hvammstanga.