Fasteignamiðlun kynnir eignina Hlíðarvegur 53, 625 Ólafsfjörður, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 215-4081 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hlíðarvegur 53 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 215-4081, birt stærð 136.6 fm.

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Um er að ræða tvíbýli í hæðum Ólafsfjarðar með miklu útsýni og skjólgóðum palli. 

Nánari lýsing: 
Gengið er inn í rúmgott anddyri með dökkgráum flísum og hiti á gólfi. Samliggjandi er þvottahús með góðu skápaplássi og lokuð geymsla með hillum. Fljótandi flísar eru á rýminu nema geymslu þar sem gólf er lakkað. Stofa og borðstofa eru mjög rúmgóð og björt með stóru gluggarými með frábæru útsýni. Eldhús er með hvítri innréttingu bæði neðri og efri skápar og ljósri borðplötu. Það er mjög rúmgott og með frábæru útsýni. Búið er að stúka af og gera herbergi úr hluta af stofu þar sem gengið var inn í eldhús einnig. Dökkt plast parket er á eigninni fyrir utan votrýmin þvottahús/geymslu og anddyri. 
Gengið er upp á efri pall eignarinnar á parketlögðum stiga. Á efri palli eru 3 svefnherbergi og baðherbergi en einnig er gengið út á pall úr einu svefnherbergjanna. Herbergin eru parketlögð en baðherbergið flísalagt. Fataskápar eru í herbergjunum. Baðherbergið er flísalagt með hvítum flísum á veggjum og dökkum flísum á gólfi.  
Búið er að klæða eignina að hluta og stendur til að klára það í sumar. Búið er að skipta um hluta glugga en eftir að ganga frá því að einhverju leyti að innan. Timbur pallur með góðum skjólveggjum liggur í suður. 
Eigninni hefur verið haldið ágætlega við en búið er að klæða norðurhliðina og stendur til að klára rest í sumar. Skipt var um glugga þar sem eignin var klædd en einnig stendur til að skipta út þeim gluggum sem eftir eru þegar klárað verður að klæða eignina. Ný hurð var sett þar sem gengið er út á pall. Pappi var settur á þakið árið 2014. Nýtt dren er í framkvæmd aftan við húsið. Skipt var um vatnslagnir árið 2010. 

Anddyri: flísalagt með gráum flísum og gólfhita. 
Þvottahús: flísalagt með gráum flísum og gólfhita. Ljósum skápum, efri og neðri og háum skáp. Dökkgrá borðplata með góðu borðplássi. 
Stofa/borðstofa: Parketlögð með dökku plastparketi og frábæru útsýni. 
Eldhús: Hvít innrétting með ljósri borðplötu. Dökkt plastparket. Fallegt útsýni yfir fjörðinn. 
Svefnherbergi: eru fjögur öll parketlögð. Sum herbergjanna eru með fataskápum. Eitt herbergjanna er með útgang út á timburpall. 
Baðherbergi: er flísalagt með hvítum flísum á veggjum og ljósum flísum á gólfi. Walk in sturtuklefa, klósetti, vask og ljósri innréttingu. 
Geymsla: með góðum hillum og lökkuðu gólfi. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali