Allir eru að tala um, hnattræna hlýnun, gróðurhúsa áhrif. Ég tala nú ekki um blessað veðrið og áhrif þess á mannskepnuna. Á þúsund ára fresti, erum við að ganga í gegnum fjarlægðabreytingar. Það er hjá okkar fósturjörð, sól, og mána. Þessar plánetur fjarlægast og nálgast í sitt hvor þúsund árin. Það kólnar í þúsund ár. Það hlýnar í næstu þúsund árin. Er það alveg óháð samsetningu efna í andrúmsloftinu. Þarna kemur nútíma tugakerfi að góðum notum við það að tala um þúsund árin, og aldirnar.

Viðar Jóhannsson

Öll trúarbrögð heimsins ættu kannski að sameinast í því að taka upp tugakerfi varðandi almanaksárið. Hafa svo á endanum, öll  áramót um svipað leiti, svo sem jól og páska það er þegar dagurinn er hvað dimmastur á norðurhjara. Láta nú öll trúarbrögð fara nú að spinna hlutina saman. Þetta er verðugt verkefni fyrir Sameinuðu þjóðirnar að vinna að hið fyrsta. 

„Hópur sérfræðinga í sögu Egyptalands taldi árið 1999 að gos hefði valdið hungursneyð árið 1159 fyrir Krist, í valdatíð Ramsesar III. Trjáhringir í írskum eikum vitna um 18 ára kuldaskeið og hefur Heklugosinu hinu mikla verið kennt um það.“ Sagði í DV þann, Sunnudaginn 22. júlí 2018 kl 15:30

Eitt sinn var eldgos nokkuð svo mikið, að það lagði reyk og ösku yfir nánast alla jörð. 

Það kólnaði svo mikið, af völdum sótmengunar og misturs, eftir að sólarljósið náði vart í gegn til jarðar, að það myndaðist ís mikill, efst og neðst á jarðkringlunni. Svo kallaður norðurpóll annarsvegar og suðurpóll hinsvegar.

Þarna var mengun að valda þvílíkri kólnun hvað varðar veðurfar. Í nútíma pólitík allra flokka er fullyrt að, mengun í andrúmslofts valdi hlýnun. Svo eru flest stórveldin að vonast til að, það opnist siglingaleiðir við norðurpólinn vegna hlýnunar. Þegar siglingaleiðir opnast beggja vegna norðurpólsins. Þá fyrst getur maður vonast til þess að, öll stórveldin á jörðinni geti loks orðið vinir. 
Hætti svo öllu óþarfa pólitísku masi og þrasi.

Sennilega hefur loftþrýstingur áhrif á mannskepnuna, ekkert síður en barómetið. Þegar loftþrýstingur minnkar mikið í lægðinni sem nálgast landið, þrútnum við út og hækkum. það strekkir á taugum og beinum í okkur. Svo þarf að þrýstijafna beggja vegna höfuðkúpunnar. Þetta heilsufars ferli byrjar þegar loftvog byrjar að falla, sirka einum til tveimur dögum áður en lægðin nær lágmarki sínu við landið. Heilsan er þá sérhvern daginn, alveg eins og veðrið verður eftir einn og 1/2 til tvo sólahringa. Svo halda menn, svo sannanlega, að það sé móðursýki, ef veðurfar eða skammdegi, hafi áhrif á mannskepnuna. Það er miklu miklu frekar einhverskonar veðurfars flensa þarna á ferð. Það hefur sennilega ekki tekist ennþá að finna bólusetningar efni við þessum veðurfars kvilla. Það skildi þó ekki þurfa að setja rör í eyra eða að finna upp þrýstijöfnunarbúnað fyrir þá sem eiga erfitt með að jafna þrýsting beggja vegna höfuðkúpunnar. 

 Einföld loftvog er eins og vökvasúla í lofttómi ofaní vökvaboxi. Loftþrýstingur þrýstir niður vökva í vökvaboxinu, sem svo hefur áhrif á súluna sem hefur svo mæliskala, sem lesa má svo af.

Önnur gerð af loftvog er harmonikku belgur eða bylgjuhosa með áföstum botni og loki, smíðuð úr samskonar þunnu blikki og er notað í dósir fyrir matvæli. Efst á belgnum er þá stöng sem hreyfir við vísir, sem bendir þá á merkta skífu með skala, sem þá segir til um þáverandi stöðu loftþrýstings. 

Á góðu Barómeti eru nöfn eins og stormur, rigning, og gott veður. Í góðu veðri vísar vísirinn beint upp. (Meðaltals loftþrýstingur.)

 Ef vísirinn á loftvog bendir skáhalt niðurá við til vinstri, þá má búast við fellibil. 

Ef vísirinn bendir beint til vinstri, þá boðar það mikinn storm. 

Ef vísirinn bendir skáhalt upp til vinstri, þá er spáð rigningu. 

Ef vísirinn bendir beint upp, þá er milt og fallegt veður. 

Ef vísirinn bendir skáhalt upp til hægri, þá er heitt og gott sólbaðsveður o.s.v. 

Svo kemur steikjandi hiti til hægri niður á við. Í gamalli veðurfræði sjómannsins heyrði maður að, þéttar þrýstilínur á kort veðurfræðings væri tvö vindstig, annars eitt vinstig af gömlu vindstigunum.

Svo er það hinn vísirinn á barómetinu og skalinn neðst. Hinn vísirinn er oftast svartur og er með stillingu yfirleitt í gegnum miðpunkt glersins. Hann er til að stilla minnisklukkuna þannig að þú sjáir hvernig staðan var, síðast þegar lesið var af og hvert loftvogin hafi hreyft aðalvísinn til og frá. Svo súlan neðst þarna sem er svo hitamælir, höfð oftast með lituðum vökva.

Þegar það er háþrýstisvæði að vetri til yfir Grænlandi, þá er miðlungs vetur á Norðurlandi og landinu öllu. 
Þegar það er háþrýstisvæði yfir suður Grænlandi, þá eru umhleypingar og mjög hvasst á norðurlandi og landinu öllu. 
Þegar það er háþrýstisvæði yfir norður Grænlandi þá fara lægðirnar á milli Íslands og Grænlands og það er sunnanátt og mildur vetur. 

 Í tímaritinu Lögberg þann 11. október 1945 segir.

„Torricelli hét maður suður á Ítalíu trúmaður mikill, sem árið 1608 eignaðist son, er hann nefndi Evangelisto. Þegar Evangelisto Torricelli kom til vits og ára, komst hann í kynni við Galileo Galilei. Og varð bráðlega aðstoðarmaður hans. Hann var frábær að þekkingu sinni í stærðfræði og eðlisfræði, og mun hafa átt drjúgan þátt í því, er Galilei húsbóndi hans gerði á ýmsum sviðum. Meðal annars gerði hann ýmsar umbætur á stjörnukíki Galileis, og á heiður af því undratæki, ásamt lærimeistaranum.

Svo er talið, að loftvogin hafi orðið til, í framkvæmd mannsandans, árið 1643. Þá var Torricelli prófessor við háskólann í Firenze, sem ýmsir rangnefna Florenz. Þar var prófessorinn að gera loftvogir. Hann notaði kvikasilfur í mæliásinn, en tveim árum síðar frétti hann, að hinn frægi þýski eðlisfræðingur, Otto von Guericke, væri að sýsla við samskonar tilraunir, en notaði vatn til að sýna útþenslu, við misjafnan loftþunga.

En loftvog Guerickes var yfir tíu metra há pípa, hol að innan og með vatnsgeymi að neðan. Var hún gerð úr messing að neðanverðu, en úr gleri að ofan. Vatnsgeymirinn, sem pípan stóð í, var lokaður að ofanverðu.

Eins og sjá má af lýsingunni var þetta áhald Guerickes svo fyrirferðarmikið, að það var vel til þess fallið, að halda á því sýningar fyrir almenning, svo sem oft hefir verið gert á ýmsu, sem minna máli skipti fyrir framtíðina. 

En fólki þótti skrítið að sjá, að vatnið í hinni tíu metra háu súlu Guerickes steig jafnan þegar gott veður kom á eftir, en hneig fyrir leiðu veðri. Þetta þóttu galdrar.

“Veðurmaðurinn” hans Guerickes varð töfraþing, fólk trúði á hann en vitanlega var göldrum til að dreifa þarna. Guericke hlaut að hafa svarið sig sjálfum djöflinum og lofað honum sálu sinni, fyrir þessa galdra.

Þeir voru fæstir, sem gátu látið sér detta í hug, að það væri bara loftþrýstingurinn, sem væri þessum hreyfingum á súlunni í glerhylkinu valdandi.

Súla Guerickes með vatninu, sem þarf yfir tíu metra til að ná að sýna hæðarmun, datt fljótt úr sögunni. En kvikasilfrið hans Torricelli stendur enn við lýði.

Síðan hafa aðrir komið til sögunnar, og gert loftvogir með öðru móti. Þeir hafa notað útþenslu málmanna til þess, að gera loftvogir nákvæmar og vissar með vafningsstreng úr málmi.

 Á flestum heimilum veraldar, þar sem loftvogir eru til, er það þesskonar loftvog, sem sést á veggnum, Aneroid Barometer eru þær kallaðar. Þessi loftvog er í rauninni gerð úr blikkdósum, en mismunandi þensla loksins á dósinni, stýrir vísi, sem segir til um loftþyngdina, eins og vísir á úri.

Þessar loftvogir eru býsna góðar og ábyggilegar til notkunar almenningi. 

En veðurstofur og þvílíkar vísindastofnanir, nota enn í aðalatriðum uppgötvun Torricellis: súluna með kvikasilfrinu. Hún verður einn ábyggilegustu, einkum síðan hægt var að gera glersúluna þannig, að hún yrði ekki fyrir saman eða sundurdrætti, sem gæti villt sjónir um þann réttan aflestur, sem veðurfræðingur nútímans þarf að hafa, þegar hann ályktar um örsmáa hreyfingu vindsveipa eða annarra fyrirbrigða í mörg hundruð kílómetra fjarlægð.

En veðursjár og veðurfræði eigum við fyrst og fremst loftvoginni að þakka og Torricelli. ”

 Á vísindavef Háskóla Íslands um  „Hvað er loftvog og hvernig er hún notuð?“

 „Loftþrýstingur er nú oftast mældur í einingunni hPa (hektóPascal). Meðalþrýstingur við sjávarmál á jörðinni er 1013,25 hPa. Í um 5,6 km hæð er hann orðinn um 500 hPa. Helmingur andrúmsloftsins er ofan þessarar hæðar en helmingurinn undir. 

Þegar komið er upp í um 10 km hæð er alls ekki komið að endimörkum andrúmsloftsins heldur hefur þrýstingur þar aftur helmingast og er ekki mjög fjarri 250 hPa. Notast má við þá minnisreglu að þrýstingurinn helmingist við hverja 5 km hækkun þó ekki sé hún alveg nákvæm. Í 15 km hæð er hann nálægt því að vera helmingur þrýstings í 10 km eða um 120 hPa og svo framvegis. Þetta sýnir ágætlega að sami massi af lofti er mis fyrirferðar mikill eftir því í hvaða hæð hann er.“

 Ef jöklarnir hverfa. Vatn í lindun Íslands minnka umtalsvert á sama tíma og enginn vill vindmyllu til raforkuframleiðslu. Raforkuþörfin er kannski mikil og að það vantar rafmagn. Verðum við að grípa til sjávarfalla virkjana. Slík virkjun þarf að vera sitt hvoru megin á landinu til að mæta sjávarfalla virkni. Þó er hægt í þröngum fjörðum með grynningu svo sem í Hvalfirði að hafa svona stöðvar sem eru nálægt mesta orkunotendasvæðinu. 

En þó þannig saman tengdar, með það að markmiði að framleiða riðstraum, sem er svo breytt í jafnstraum innvortis. (Samanber bifreið) Þannig má setja rafmagnið á einn kapal frá rafal í sjónum á þurrt land. Þar svo breytt í riðstraum, sem verður þá tilbúð til afhendingar.

 Eitt sinn sennilega árið 1955 fór trillukarl nokkur á sjó frá Siglufirði með elsta son sinn 10 ára og einn til, á svo kallað Fljótagrunn. Eftir klukkutíma á miðunum fóru guttarnir að tala um það, sín á milli, að hárið á karlinum væri nú farið að rísa. Stuttu seinna sagði karlinn. 
Nú skal sett í gang strákar mínir og haldið heim á leið. Guttunum var brugðið, því að þarna var mok fiskirí og óvenju spegilslettur sjórinn. Er þeir komu svo í fjarðarkjaftinn skall þar á móti þeim stormur svo mikill, að sunnan, að trillan sem gekk röskar sjö mílur, hreyfðist varla af stað, mót vindinum. 

En þeir náðu þó bryggju seint og síðar meir. Stuttu seinna var þessi trilla, trillan hans pabba míns, tekin á land. Smíðuð á hana lúkar og stýrishús, með vélarhúsi, til varnar öllum mönnum um borð og vélbúnaði.

Þegar sólin fjarlægist jörðina næstu þúsund árin. Kemur lofthjúpur til með að hækka. Gufuhvolfið að stækka. Loftþrýstingur að minnka. Lægðirnar ekki eins grunnar. Vind lægir mikið, alstaðar. Háþrýstisvæðin ekki eins há. Gott veður fer þá úr 1000 hPa eða (hektóPascal) 755 til 760 mmHg og niður í 950 hPa  eða 740 mmHg. Veðurfars sjúklingum stór fækkar. Öllum stríðsátökum linnir. Það verður ró og friður um allan heim.

Nýtt blóma tímabil hefst. (Nýbylgju Hippar).

Þar sem enginn getur gert að því, úr hvaða genum, hann er gerður, þegar hann fæðist. Þá barasta tökum víð öll sjálfkrafa, þátt í þessari þróun. 

Svo vona ég að umhverfismál verði ekki til þess að pólitíkin hérlendis nenni ekki að, bæta kjör eldriborgara. 

Núverandi pólitískir flokkar, mega heldur ekki nota veðurfar og hlýnun eða veðurfars sveiflu jarðar, til að slá við tvennskonar innviða uppbyggingu í landinu, eða til að fela félagslegan ójöfnuð og hinsvegar bágar aðstæður fólks hérlendis svo sem vegna kjararýrnunar.  

Það væri bara sebra hestalegt.   

Greinarhöfundur: Viðar Jóhannsson Vélfræðingur

Myndir:
Ljósmynd af greinahöfundi: Viðar
Mynd, Eldgos: Fengin af netinu
Mynd. Mannslíkami: Vísindavefur Háskóla Íslands
Teikning af loftþrýstisúlu: Viðar
Teikning. Barómeti: Fengin af netinu
Veðurkort: Veðurstofa Íslands
Mynd. Af málm loftvog: Vísindavefur Háskóla Íslands
Mynd. Af barómeti: Fengin af netinu
Mynd. Af rafall: Fengin af netinu
Mynd. Af trillukalli: Úr fjölskyldualbúmi

Heimildir:
Dagblaðið DV. Sunnudaginn 22. júlí 2018
Lögberg þann 11 október 1945
Vísindavefur Háskóla Íslands