Ljómarall í Skagafirði verður haldið næstkomandi laugardag, 28. júlí.

Samkvæmt auglýsingu Bílaklúbbs Skagafjarðar verður fyrsti bíll ræstur frá plani Skagfirðingabúðar kl. 08:00. Eknar verða fjórar ferðir um Mælifellsdal, tvær ferðir um Vesturdal og loks liggur leiðin aftur til Sauðárkróks þar sem eknar veða tvær ferðir um Nafir. Birting úrslita, endamark og verðlaunaafhending verða við Skagfirðingabúð kl. 17:00.

Lokun sérleiða fyrir almennri umferð verður eftirfarandi:

  • Sérleið 1-4 – Mælifellsdalur I-IV. Lokuð kl. 08:10-13:00
  • Sérleið 5 – Vesturdalur I. Lokuð kl. 13:00-15:00
  • Sérleið 6 – Vesturdalur II – Ofursérleið. Lokuð 13:00-15:00
  • Sérleið 7-8 – Nafir I-II. Lokuð 15:55-17:10

Rétt er að ítreka að á þeim tíma sem lokun sérleiðar varir er almenningi óheimilt að aka um leiðina. Skylt er að hlýta fyrirmælum starfsmanna keppninnar þar um.

Það er hin besta skemmtun að koma sér fyrir með nesti og horfa á rally.

Nánari upplýsingar má fá á Facebook síðu Bílaklúbbs Skagafjarðar, eða hjá keppnisstjóra, Þórði Ingvasyni, í síma 698-4342.

 

Frétt: Skagafjörður.is
Mynd: Bílaklúbbur Skagafjarðar