Þátturinn Tíu Dropar verður á dagskrá í dag kl 13 – 15

Það eru “Tröllahjónin” Kristín Sigurjóns og Gunnar Smári sem stjórna þættinum.

“Við fáum til okkar góða gesti þegar systkinin Jóhann Sigurjónsson og Herdís Sigurjónsdóttir koma í heimsókn”.

Í þættinum verður gefin vegleg gjöf frá Hannes Boy, sem heppinn hlustandi getur fengið með því að hringja inn í þáttinn á réttum tíma.

“Svo rífumst við um nokkur ný lög sem kannski fara í spilun á FM Trölla – eða ekki”.

Fylgist með þættinum Tíu Dropar á FM Trölla í dag kl. 13. FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, 102.5 á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim á vefnum trolli.is

Hægt er að hlusta á þáttinn með því að smella á hlusta efst á síðunni eða hér: Hlusta

 

Tröllahjónin