Á morgun, þriðjudaginn 27. nóv. er Hreystidagur í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Kl. 10 í fyrramálið verður keppni í skólahreysti innan skólans. Þar keppa nemendur 8. – 10. bekkjar um það hverjir taka þátt í stóru Skólahreysti keppninni í vor, fyrir hönd skólans.

FM Trölli verður á staðnum og mun senda út beint frá keppninni.

Bekkirnir þrír keppa einnig um bikar. Sá bekkur sem nær hæstu þátttökuhlutfalli fær bikarinn.

Örn Elí Gunnlaugsson ætlar að lýsa því sem fram fer og trylla lýðinn í beinni útsendingu á FM Trölla.

Hægt er að finna upplýsingar um stóru Skólahreysti keppnina hér.