Lagt var fram vinnuskjal slökkviliðsstjóra á 704 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.

Í vinnuskjalinu er vísan til kjarasamningsákvæða þess efnis að, slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum skuli tryggður aðgangur að aðstöðu til að stunda líkamsrækt, til þjálfunar og viðhalds líkamlegu þreki sínu á almennum opnunartíma, lagt til að slökkviliðsstjóra verði heimilað að styrkja einstaka slökkviliðsmenn til þjálfunar á öðrum stað en í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins.

Einnig er í framlögðu minnisblaði óskað eftir tilboði sveitarfélagsins í árskort fyrir hvern slökkviliðsmann í líkamsrækt og sund.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við því að heimila slökkviliðsstjóra að styrkja einstaka slökkviliðsmenn til þjálfunar á öðrum stað en í íþróttamiðstöðvum sveitarfélagsins en samþykkir að veita slökkviliði Fjallabyggðar 50% afslátt af árskorti í líkamsrækt íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar.