Á 704. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, í vinnuskjalinu var farið yfir niðurstöður verðkönnunar vegna göngustígs við Ólafsfjarðarvatn, sem opnuð var þann 15. júlí sl. og lagt til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.

Niðurstöður eru eftirfarandi:
Bás ehf. kr. 4.924.800
Smári ehf. kr. 5.121.150
Sölvi Sölvason kr. 5.782.100
Kostnaðaráætlun kr. 5.508.500

Bæjarráð samþykkti að ganga að tilboði lægstbjóðanda Bás ehf.