Áresktur varð í Múlagöngum um kl. 15 :00 í dag og var fjöldi bíla fastur í göngunum.

Tveir bílar voru í árekstrinum, annar nánast kyrrstæður, þar sem aðkomumaður sem vissi ekki hvernig á að nota einbreið göng með útskotum, hafði farið langt fram hjá sínu útskoti. Fjórir voru í bílunum, þrír í öðrum en einn í hinum, engin slys urðu á fólki.

Lögregla og sjúkrabíll komu á staðinn og tók rúmlega hálfa klukkustund að koma umferð á aftur. Báðir bílarnir eru óökuhæfir eftir áreksturinn.

Lögreglan vill hvetja fólk til að sýna aðgát nú þegar umferð er mikil nálægt Dalvík, og margir ökumenn óvanir aðstæðum svo sem í Múlagöngum.

 

Gunnar Smári Helgason varð vitni að árekstrinum og tók nokkrar myndir ásamt Andra Hrannari Einarssyni sem var fastur á öðrum stað í göngunum

 

Fjöldi bíla sat fastur í göngunum

 

.

 

Bílarnir eru óökuhæfir eftir áreksturinn

 

Slökkviliðið að störfum

 

Andri Hrannar Einarsson var í Múlagöngum og tók þessa mynd af umferðaröngþveitinu sem myndaðist

 

Ökumenn tóku þessu með ró Mynd/Andri Hrannar Einarsson

 

Við Múlagöng /Skjáskot úr vefmyndavél vegagerðarinnar

 

Við Múlagöng /Skjáskot úr vefmyndavél vegagerðarinnar