Fjöldi smitaðra hefur aldrei verið meiri en nú á Norðurlandi eystra, en þó má sjá breytingar til batnaðar segir á facebooksíðu Lögreglunnar í umdæminu.

159 manns eru með Covid-19, þar af eru 130 á Akureyri og flest eru það börn og unglingar.

Aðgerðarstjórn LSNE mun fara yfir stöðuna nú á eftir og í kjölfarið senda frá sér frekari upplýsingar hvort að viðhalda þurfi þeim tilmælum sem gefin voru í sl. viku hvað varðar íþrótta-, æskulýðs- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri eður ei.