Novu deilan á Akureyri árið 1933 

Steingrímur Eggertsson sýslumaður: Gamlar minningar úr stéttabaráttunni á Akureyri. 

Skemmtileg frásögn að mestu um  Novu deiluna á Akureyri árið 1933, þar sem bardagahugur var í mönnum, og meira að segja Siglfirðingar (kommar) gerðu sér ferð til Akureyrar til að taka þátt í að hindra uppskipun úr flutningaskipinu Nova.

Hér með eru nokkrar merkar heimildir sem eru tengdar ljósmyndaranum okkar Kristfinni Guðjónssyni, og „týndum“ ljósmyndum hans. Myndir sem sennilega eru á meðal hans fyrstu, sem og birtar opinberlega, ÁN ÞESS AÐ NAFN HANS VÆRI GETIÐ, eins og því miður oft gerist enn, að frásagnir af sögulegum atburðum eru birtar opinberlega með miklum stæl og heimildaflóði, en gleyma svo nafni þess sem gerði viðkomandi skrif enn merkilegri. Það  er nafni ljósmyndarans.

Hér fyrir neðan frá ofannefndri grein er tilvitnun Steingríms Eggertssonar sýslumanns á Akureyri: 

Ljósmyndarinn fundinn.  

Það er svo skrítið, að einn af þeim snauðustu í rauðliðahópnum átti þá myndavél, vafalítið sú eina í þeirri sveit. Hann klifraði upp á stýrishús á einu skipinu í dokkinni og náði nokkrum myndum af átökunum, myndum sem sýna mjög vel ástandið á þeim augnablikum, þegar hann smellti af. Hann var heilsuveill, fyrrverandi berklasjúklingur, og hefði ekki verið fær um að fara í slaginn, þar sem mátti búast við öllu mögulegu. 

En mér finnst hans hlutur ekki minnstur, því myndir eru alltaf bestu heimildir, sem hægt er að fá. En Jón Rafnsson, vinur minn, og heimildarmanneskja hans hér, láta ógert að segja frá hver tók myndirnar, þó sýnist mér yfirleitt alltaf í blöðum og bókum, að greint sé frá myndasmiðnum, en þarna er því sleppt. 

Það var Kristfinnur Guðjónsson, sem tók þær myndir, sem til eru af þessum átökum og hans hlutur er góður og stór. Ég sé og þekki mörg andlitin á myndunum, andlit, sem nú eru horfin yfir móðuna miklu, flest öll í kirkjugarðinn á Akureyri…………………………………….  

Lesa má alla greinina HÉR:> Norðurland – 27. apríl 1979   
https://timarit.is/page/5284592iabr=on#page/n5/mode/2up/search/%22Kristfinnur%20gu%C3%B0j%C3%B3nsson%22/inflections/true )