Viðreisn NA opnar glæsilega kosningaskrifstofu í dag, fimmtudaginn 26. ágúst, kl. 17.30.

Skrifstofan er á neðstu hæðinni í Sjallahúsinu á Akureyri (við gatnamótin Glerárgata-Gránufélagsgata).

“Fólki er boðið að koma og fagna opnuninni með okkur, þiggja kaffibolla, spjalla og eiga saman góða stund”,
segir Margrét L. Laxdal, íslenskufræðingur og framhaldsskólakennari sem vermir 6. sæti Viðreisnar í Norðaustur kjördæmi.