Miðvikudaginn 17. apríl s.l. frumsýndi Leikflokkur Húnaþings vestra söngleikinn Hárið.

Sýningin hefur fengið frábærar viðtökur með húsfylli á hverri sýningu og miðasala í fullum gangi.

Ákveðið hefur verið að hafa aukasýningu laugardaginn fyrir páska kl. 16.

Þeir sem vilja sjá Hárið þurfa að hafa hraðann á, því miðar seljast hratt á vefsíðu Leikflokksins leikflokkurinn.is

Einnig er hægt að panta miða í símanúmerunum sem gefin eru upp á veggspjaldinu hér neðar.

 

Forsíðumyndin var tekin í lok frumsýningarinnar og er birt með leyfi höfundar, ljósmyndari: Helga Marteins