Fjögur ungmenni frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar eru nú í æfingaferð í skíðagöngu í Noregi ásamt fleiri iðkendum frá Íslandi.

Æfingabúðirnar eru á vegum Skíðasambands Íslands (SKÍ) og kallast Hæfileikamótun. Ferðin er frá 21.-29. nóvember og var í boði fyrir iðkendur fædda 2007 – 2009.

Ungmennin og fjölskyldur þeirra greiða ferðina að mestu leyti en SKÍ greiðir kostnað fyrir þjálfara og fararstjóra. Gist er í hyttum við göngubrautirnar á Natrudstilen þar sem æfingaaðstaða er til fyrirmyndar.

Hér er mynd sem tekin var af hópnum á Keflavíkurflugvelli áður en farið var í loftið.

Mynd/af facebooksíðu Frétta- og fræðslusíða UÍF