Laddi gefur út sitt fyrsta jólalag í langan tíma, Dingaling.

Lagið samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en Bragi Valdimar Skúlason samdi textann og er Skólakór Kársnesskóla Ladda til halds og trausts.

Lagið Dingaling með Ladda verður leikið á FM Trölla í dag í þættinum Tíu Dropar sem er á dagskrá á sunnudögum kl. 13-15.

75 ára afmælistónleikar á næsta ári
Laddi heldur afmælistónleika Þann 20. janúar næstkomandi, á sjálfum stórafmælisdeginum stígur hann á svið í Háskólabíói, með góðum gestum og hljómsveit til að rifja upp ferilinn og fagna tímamótunum. 

Lagið á Spotify