Brúnastaðabændur í Fljótum kynna með stolti nýjan geitaost úr handverks-ostaframleiðslunni.

Meistari Guðni Hannes hefur galdrað fram dásamlegan hvítmygluost sem hefur fengið nafnið Ísar Brie segir á facebook síðu Brúnastaða ostavinnslu.

Osturinn er nú til sölu í litlu sveitabúð Brúnastaða ásamt Brúnó parmesan, (lagður í IPA bjór frá Segli) báðir 10 mánaða vel þroskaðir og svo tveggja mánaða.

Havarti mildur og kremaður, svo ekta feta ostur bæði hreinn og í olíu með íslenskum kryddjurtum (blóðbergi, hvönn, bæði rótum og fræi, birki og þurrkuðum hrútaberjum ásamt hvítlauk) Havarti með hvítlauk, svörtum pipar og steinselju er að þroskast.


Hægt er að hafa samband í þau Hjördísi 869 1024, og Jóhannes 851 1021 ef fólk vill koma við og fá sér gómsæta osta.

Mynd/ Brúnastaða ostavinnsla