Ofanflóðasjóður hefur ákveðið að framkvæmdir við síðasta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði eigi ekki að hefjast fyrr en árið 2021 og ljúki á árinu 2023.

Lögð voru fram drög að svarbréfi bæjarstjóra á síðasta bæjarráðsfundi til Ofanflóðasjóðs þar sem bæjarráð fer fram á að Ofanflóðanefnd endurskoði ákvörðun sína, sem fram kom í bréfi nefndarinnar dags. 24.09.2018 þess efnis að framkvæmdir við 4. og síðasta áfanga snjóflóðavarna á Siglufirði eigi ekki að hefjast fyrr en á árinu 2021.

Framkvæmdum við 3. áfanga í uppsetningu stoðvirkja í N-Fífladölum í Hafnarfjalli á Siglufirði lauk í sumar og fór lokaúttekt fram 31. ágúst.

 

Mynd: aðsend