Rjúpnaveiðitímabilið 2018 hefst á morgun föstudaginn 26. okt.

Lögreglan á Norðurlandi Eystra mun að venju hafa eftirlit með veiðimönnum, vopnum, leyfum og allri annarri framkvæmd á öllu sínu starfssvæði !

Hvatt er til góðrar framkomu og virðingar.

Veiðimenn gæti besta siðferðis og umgengi við veiðarnar í góðri sátt við landeigendur, landið okkar og umhverfi.

Hófsemi og varúð sé höfð að leiðarljósi.

Láta vita af ferðum sínum og skilja eftir ferðaáætlun, gæta að veðri og færð, koma heim fyrr en seinna !

Taka til ferðapokann í tíma og yfirfara þann búnað og neyðarbúnað, sem vert er að hafa meðferðis, auk þess að endurnýja það sem gengið hefur úr sér.

 

Mynd og frétt: Lögreglan á Norðurlandi Eystra