Blandaður miðannaráfangi starfsbrautar og annarra nemenda var sérlega fjölbreyttur. Viðfangsefnið var atvinnulíf og menning í víðum skilningi, – heimsóknir og upplifun. Hópurinn heimsótti lögregluna, slökkviliðið og björgunarsveitina þar sem hópurinn fékk frábærar móttökur. Nemendur skoðuðu búnað og tæki og var boðið í stutta jeppaferð. Sjóferð var lærdómsrík þar sem hópurinn upplifði róður á smábát og í fiskvinnslufyrirtæki kynntu menn sér hvað yrði um sjávarfangið. Hópurinn átti góða stund við bakstur og bingó með eldri borgurum í Ólafsfirði en hjá flestum stóð reiðtúr á Sauðanesi uppúr þegar mat var lagt á athafnir vikunnar. Leiðbeinandi í áfanganum var Örn Elí Gunnlaugsson, íþróttafræðingur.

 

Af mtr.is hvar einnig má finna fleiri myndir.