Oskar Brown, stjórnandi þáttarins ætlar að taka sér frí frá FM Trölla í sumar og þetta er því síðasti þátturinn af Plötuspilaranum í bili. Oskar stefnir að því að snúa aftur til starfa í byrjun september og vonast til þess að geta haldið áfram með þáttinn en segir að það séu líkur á því að hann taki þó einhverjum breytingum.

Þátturinn í dag verður hins vegar með svipuðu sniði og fyrri þættir með áherslu á nýja tónlist.

Á meðal flytjenda eru CC Clarke, DEMÓ, Freddie Fiction, Ingvar Valgeirsson & Swizz, Lia D’Sau, Rainn Byrns, The Darkness, og Ziggy Alberts.

Endilega stilltu á FM Trölla frá kl. 17 í dag, þú sérð ekki eftir því.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum https://trolli.is/

Á vefsíðu FM Trölla er hægt að hlusta á upptökur af öllum þáttum sem eru á dagskrá stöðvarinnar um þessar mundir.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is