Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu hefur fjöldi fólks flúið landið til nærliggjandi landa í Evrópu. Talið er að allt að 10% flóttafólks frá Úkraínu hafi haft gæludýr sín meðferðis og brugðust langflest ríki ESB við með þeim hætti að veita undanþágur frá skilyrðum vegna innflutnings gæludýra. Að fenginni umsögn Matvælastofnunar tók matvælaráðherra ákvörðun um að heimila innflutning hunda og katta í eigu flóttafólks frá Úkraínu til Íslands. Reglugerð þar að lútandi hefur nú verið gefin út og kveður hún á um sérstakar áhættuminnkandi aðgerðir til þess að draga úr líkum á að smitsjúkdómar berist til landsins. Gæludýrin munu þurfa allt að fjögurra mánaða einangrun við komu til landsins og við lok einangrunar skulu þau hafa staðist öll innflutningsskilyrði líkt og um hefðbundinn innflutning væri að ræða.

MAST hefur fengið töluvert af fyrirspurnum vegna innflutnings gæludýra frá Úkraínu. Hafa dýraeigendur verið hvattir til þess að hefja undirbúning innflutnings dýra sinna ytra með örmerkingum, bólusetningum, sýnatökum o.fl. Nú er undirbúningur af hálfu MAST á lokametrunum og fyrirhugað er að hefja móttöku dýra frá Úkraínu fyrri hluta júnímánaðar. Fjöldi rýma í einangrunarstöð er takmarkaður og því er algert skilyrði að sækja um og fá úthlutað innflutningsleyfi áður en dýrið er flutt til landsins. Matvælastofnun mun taka við umsóknum frá og með 30. maí. Þeir sem hyggjast sækja um, skulu hafa samband við stofnunina með því að senda tölvupóst til petimport@mast.is og óska eftir umsóknareyðublaði. Að teknu tilliti til þess hvernig undirbúningi fyrir komu dýrsins hefur verið háttað verður tekin ákvörðun um hve lengi einangrun þarf að standa. Einangrun, læknismeðferðir og aðrar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að dýrið uppfylli innflutningsskilyrði, verða flóttafólki að kostnaðarlausu.

Pets from Ukraine – applications accepted from May 30

Following Russia’s invasion of Ukraine, large numbers of people have fled the country to neighboring European countries. It is estimated that up to 10% of refugees from Ukraine have brought their pets with them, and most EU countries responded by granting exemptions from import conditions for pets. The Minister of Food, Agriculture and Fisheries decided to make such an exemption for the importation of dogs and cats owned by refugees from Ukraine to Iceland. A regulation to this effect has now been issued, stipulating special risk-reducing measures to prevent infectious diseases entering the country. The pets will need up to four months’ quarantine upon arrival, and by the end of the quarantine period they shall have fulfilled all import requirements as applies to regular import of pets to Iceland.

MAST has received a number of inquiries regarding the import of pets from Ukraine. Pet owners have been encouraged to start preparing for the import of their pets abroad by microchipping, vaccinations, sampling, etc. Arrangements by MAST are now in the final stages and the first pets will be accepted in June. There is a limited number of kennels at the quarantine station, so it is an absolute condition to apply for and be granted an import permit before the animal is brought to Iceland. MAST will start accept applications from May 30th. Taking into account what health requirements the pet has fulfilled prior to arrival to Iceland, MAST will determine the length of stay in quarantine for each pet. Quarantine and veterinary procedures necessary for the pet to meet all import requirements will be free of charge for refugees.