Opið er í Bókasafni Fjallabyggðar alla virka daga frá kl. 13:00 – 17:00, en þjónustan verður skert frá því sem áður var vegna COVID-19

Allir þeir sem koma í bókasafnið eiga að spritta sig, lestur dagblaða verður ekki í boði og tímarit eru eingöngu til útláns, ekki er leyfilegt að skoða þau á safninu.

Öll leikföng á barnadeild hafa verið tekin úr umferð.

Mælt er með því að viðskiptavinir virði tilmæli um 2 metra fjarlægð og lámarki tímann sem dvalið er á safninu.