Vetrarfærð er í flestum landshlutum og veðurútlit gott fyrir daginn segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum og víða skafrenningur eða éljagangur. Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi, Ólafsfjarðarmúla og Þverárfjalli þar sem skyggni er lítið.

Verið er að ryðja Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla, en þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi.