Andri Hrannar Einarsson

Frábær hrekkur var gerður í Undralandinu hjá Andra Hrannari á FM Trölla, eins og honum er einum lagið.

Helena Kristinsdóttir sat heima hjá sér og hlustaði á Undralandið á FM Trölla þegar hún fékk þá hugmynd að gera smá grín í dóttur sinni Írisi Birnu.

Hún sendi þáttarstjórnanda Undralandsins, Andra Hrannari skilaboð á facebook og bað hann um að grínast í Írisi Birnu. Andri fékk að vita nafnið hennar og hvernig hún var klædd og að hún væri nýkomin á fætur.

Hrekkurinn tókst mjög vel en hún tók upp viðbrögð dóttur sinnar þegar útvarpið fór að tala við hana.

Sjón er sögu ríkari!