Hólmfríður Vídalín leirlistakona og Pia Rakel Sverrisdóttir glerlistakona hafa opnað samsýninguna “Djúpið ” á Kaffi Klöru í Ólafsfirði.

Pia Rakel Sverrisdóttir fæddist í Skotlandi árið 1953 af finnsk íslenskum foreldrum. Á yngri árum sínum flutti hún til Íslands og bjó þar þangað til hún fékk stúdentspróf. Til Danmerkur fór Pía til náms 1973 hjá Det Kongelige Danske Kunstakademis Arkitektskole. Ferill hennar, sem glerlistamaður byrjaði í Danska Hönnunarskólanum, þar sem hún var gestanemandi í 2 ár.
Hún hefur starfað við hönnun og glerlist í Danmörku í tæp 40 ár
Snemma byrjaði hún að gera tilraunir með gluggagler sem endurunnið var úr ruslgleri, sem einingar eða skraut fyrir byggingar.
Síðustu ár hefur hún einnig verið með vinnustofu og heimili á Siglufirði.
Eins og farfuglinn , fer hún á milli staða, en til Íslands verður hún að fara og hlaða batteríin í nærveru við náttúruna. Enda eru vatnið og skriðjöklarnir ávalt í verkum hennar og því planglerið efnið sem representerar það með sandblástursmunstrum sem eru helstu einkenni Píu í glerlistinni.

Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir keramiker er fædd í Reykjavík. Hún hefur búið í Ólafsfirði síðan1976. Hún starfar að myndlist með leir sem aðalefni í 28 ár.
2009 – 2012 stundaði hún nám við Århus kunstakademi Danmörku. Frá 2016 hefur hún stundað nám í myndlist við Menntaskólann á Tröllaskaga.
Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hérlendis og erlendis.
Hún vinnur aðallega í skúlptúrum og einstökum nytjahlutum. Innblásturinn að verkunum fær hún innra með sér og úr þessari öfgafullu náttúru sem Ísland er. Hver hlutur er einstakur í formi og áferð til þess spilar hún með liti, glerunga og brennslu það til hún sér jafnvægi í verkum sínum.